Eftirfarandi skilalýsing gildir fyrir allar íbúðir nema 1101 og 1102

Skoða skilalýsingu fyrir 1101/1002

Almennt

Fjölbýlishúsið að Bæjarlind 5 er staðsett í nýju hverfi til móts við Smáralind sem kallað er Glaðheimar. Húsið er 12 hæða lyftuhús með 45 íbúðum. Í kjallara hússins er sameiginleg upphituð (frostfrí) bílageymsla með bílastæðum fyrir 37 bifreiðar, eitt stæði fylgir hverri íbúð að undanskyldum tveggja herbergja íbúðunum. Í kjallara eru einnig geymslur fyrir íbúðir ásamt sorpgeymslu. Á fyrstu íbúðarhæðinni eru þrjár tveggja herbergja íbúðir ásamt reiðhjóla-, vagnageymslu. Aðalinngangur er staðsettur á 1. hæð. Við hönnun á húsinu var haft að leiðarljósi að viðhald utanhúss yrði eins lítið og mögulegt er. Eingöngu er notast við fyrsta flokks efni bæði innan- sem og utandyra. Léttir innveggir íbúða og geymslna eru hlaðnir.

Byggingaraðili

Byggingarfélagið Bestla er framkvæmdaraðili fyrir hönd FS Glaðheima að Bæjarlind 5 í Kópavogi. Starfsmenn Bestlu búa að áratuga reynslu og þekkingu úr byggingariðnaði á Íslandi. Byggingarfélagið Bestla sérhæfir sig í byggingu íbúða ásamt þróunarverkefnum.

Hönnun

Arkitekt: Hornsteinar
Verkfræðihönnun: VHÁ / EFLA
Raflagnahönnun: Lumex

Frágangur utandyra

Burðarvirki hússins er staðsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir, þannig er viðhaldi hússins haldið í lágmarki. Klæðning hússins er úr 3 mismunandi efnum.

 • Gluggar / svalahurðir:
 • Gluggar og svalahurðar verða úr timbri og klæddir álprófílum gráum að lit (RAL 7016). Norðurhlið og hluti vestur- og austurhliðar verða með hljóðdempandi gleri.Gluggar og svalahurðar verða úr timbri og klæddir álprófílum gráum að lit (RAL 7016). Norðurhlið og hluti vestur- og austurhliðar verða með hljóðdempandi gleri.
  Söluaðili glugga er Bykó.

 • Svalalokanir:
 • Allar íbúðir að undanskildum íbúðum á 1. hæð verða með svalalokunum úr gleri. Svalahandriði verða úr áli, í lit RAL 7016, og gleri. Er þetta gert svo að notagildi svalanna verði meira og þær nothæfar við íslenskar aðstæður allan ársins hring.

 • Svalir:
 • Gólf á svölum íbúða verða staðsteypt og vélslípuð en að öðru leyti ómeðhöndluð.

 • Utanhússklæðning:
 • Húsið verður með fjórum mismunandi gerðum af klæðningu:

  1. Flísar að gerðinni Nitro í stærð 30x60 cm og Solver í stærð 30x60 cm.
  2. Tröllabára úr áli, litur: silver.
  3. Slétt álklæðning, litur: miagold.
  4. Standandi ál klæðning á inndregni efstu hæð.

 • Raflagnir:
 • Lýsing verður fullfrágengin inn á svölum ásamt einum tengli á hverjum svölum. Öll önnur utanhúss lýsing verður fullfrágengin samkvæmt teikningum.

 • Þak:
 • Ofan á steypta þakplötu kemur viðsnúið þak, tvöfalt lag af asfalt dúk er bræddur í tjöru á steypt yfirborð, einangrun er 200mm XPS rakaþolin plasteinangrun og hún förguð.

 • Lóð:
 • Tvö bílaplön tilheyra húsinu og eru staðsett við norður- og suðurhlið hússins. Stæði verða aðskild með hvítum línum. Sérafnota reitur fylgir íbúðum á fyrstu hæð sem verður hellulagður. Frágangur lóðar verður samkvæmt teikningum landslagsarkitekts (Landslag ehf.).

Frágangur innandyra

Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna en gólf verða þunnflotuð að undanskildum votrýmum (baðherbergi og þvottahús) sem verða flísalögð. Öllum íbúðum fylgja innbyggð tæki í eldhúsi: ísskápur, uppþvottavél, spanhelluborð, ofn og örbylgjuofn að undanskildum tveggja herbergja íbúðunum, þeim fylgir ekki örbylgjuofn.

 • Veggir:
 • Veggir verða staðsteyptir, spartlaðir og málaðir í ljósum lit. Léttir innveggir verða hlaðnir, spartlaðir og málaðir í ljósum lit. Fyrirkomulag innveggja verður í samræmi við samþykkta byggingarnefndarteikningar af íbúðarhúsnæðinu.
  Hluti baðherbergisveggja verður flísalagður og nær flísalögnin alla leið upp í loft.

 • Loft:
 • Lofthæð íbúða 2,65 metrar. Íbúðir efstu hæðar verða með aukinni lofthæð, 2,8 metrar. Loft verða slípuð, spörtluð og máluð í ljósum lit.

 • Hurðar:
 • Innihurðar verða hvítar að lit og yfirfeldar. Hurðarhúnar verða vandaðir. Anddyrishurðar verða hvítar að lit og yfirfeldar með gleri að hluta. Inngangshurðar íbúða verða EI30 (eldvarnarhurðar 30 mín) með hnotuáferð.

 • Eldhús:
 • Innréttingar í eldhúsi verða vandaðar, hvítar höldulausar með mjúklokun á skúffum. Efri skápar í eldhúsum verða með hnotuáferð og innfræstri lýsingu undir skápum. Borðplata verður 20mm laminate grá/brún að lit.

 • Eldhústæki:
 • Eldhús skilast með spanhelluborði, ofni með innbyggðum kjöthitamæli, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél, innbyggðum örbylgjuofni og vönduðum gufugleypi á vegg og/eða lofthengdum eyfjuháf. (ATH: örbylgjuofn fylgir ekki tveggja herbergja íbúðum).
  Hreinlætistæki verða af vandaðri gerð, blöndunartæki verða hitastýrð einnar handar tæki.

 • Baðherbergi:
 • Baðherbergisgólfin verða flísalögð með Pro Matrix Grey 60x60 cm flísum.
  Hluti veggja er flísalagður upp í loft með sömu flísum og er á gólfum.
  Baðinnrétting verður hvít höldulausar með mjúklokun á hurðum og skúffum.
  Speglaskápur verður á baðherbergjum með innfræstri lýsingu undir skáp.
  Borðplata verður 20 mm laminate grá/brún að lit.
  Hreinlætistæki verða af vandaðri gerð, hitastýrð einnar handar blöndunartæki.
  Blöndunartæki í sturtu verða einnig einnar handar blöndunartæki. Baðkar verður í hluta af 4ra herbergja íbúðum.
  Gólf sturtuklefa verða flísalögð með ílangri niðurfallsrist og sturtugleri.
  Salerni verða vegghengd með innbyggðum vatnskassa.

 • Svefnherbergi:
 • Fataskápar verða í svefnherbergjum, þeir verða hvítir með vönduðum höldum. Hluti 4ra herbergja íbúða verður með fataherbergi.

 • Forstofa:
 • Fataskápar verða í forstofu skv. teikningu, þeir verða hvítir með vönduðum höldum. Gólf verða flísalögð með Pro Matrix Grey 60x60 cm flísumFataskápar verða í forstofu skv. teikningu, þeir verða hvítir með vönduðum höldum. Gólf verða flísalögð með Pro Matrix Grey 60x60 cm flísum.
  Söluaðili Innréttingarnar er Parki og koma þær frá ítalska framleiðandanum Cubo Design.

 • Þvottahús:
 • Sér þvottahús er í íbúðum 201-1001 en í öðrum íbúðum er gert ráð fyrir þvottaaðstöðu inn á baðherbergjum. Tengi verður fyrir þvottavél og þurrkara.
  Gert verður ráð fyrir þurrkara með rakaþétti. Gólf verða flísalögð með Pro Matrix Grey 60x60 cm flísum.

 • Tegundalisti innviða:
 • Flísar: Álfaborg
  Málning: Flugger
  Innihurðar: Parki
  Innréttingar og fataskápar: Parki
  Blöndunartæki: Grohe BYKÓ
  Eldhústæki: AEG – Bræðurnir Ormsson

 • Geymslur:
 • Léttir veggir í geymslum verða hlaðnir og málaðir í ljósum lit.
  Vélræn loftræsting er í geymslum og geymslugólf verða máluð.

 • Sorpgeymsla:
 • Sorpgeymsla verður staðsett á jarðhæð. Gólf verður vélslípað og veggir málaðir.

 • Sameign:
 • Anddyri verður flísalagt en stigagangar teppalagðir. Póstkassar verða uppsettir í anddyri. Hljóðdempandi loft með innbyggðri lýsingu verða á stigagöngum. Tvær lyftur verða í húsinu og verður önnur þeirra brunalyfta.
  Lyftur verða vandaðar frá Kone. Gólf í tæknirými verður vélslípað og málað.

 • Bílageymsla:
 • Samtals verða 37 stæði í bílageymslu og sjö bílskúrar/tækjageymslur.
  Bílageymsla verður með vatnsúðakerfi og vélrænni loftræstingu.
  Rafmagnstengill verður uppsettur með 16 ampera öryggi við hvert stæði. Eitt stæði fylgir öllum íbúðum að undanskyldum tveggja herbergja íbúðum sem eiga ekki stæði í kjallara. Gólf bílageymslu verður vélslípað. Bílageymsla verður upphituð (frostfrí).

 • Raflagnir:
 • Allt lagnarefni verður hvítt á litin. Innbyggð lýsing verður að hluta til í íbúðum og skilast fullfrágengin. Önnur skildulýsing verður uppsett. Það er í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi (skylduljós samkvæmt byggingarreglugerð).

 • Hita- og loftræstikerfi:
 • Gluggalaus rými baðherbergja og þvottahúsa verða með vélrænni loftræstingu.

Til áréttingar

Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar meðan á byggingarframkvæmdum stendur.

Kaupandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baðherbergjum, bílageymslu og úti á svölum.

Í steyptum nýbyggingum er mikill raki sem mun hverfa á einu til tveimur árum. Nauðsynlegt er að útloftun í íbúðum sé góð og mikilvægt er að fylgjast með vatnsmyndun (dögg) innan á gleri.
Til að forða að vatn safnist saman neðst á glerinu er mikilvægt að hafa glugga lítillega opna til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna úti.
Ef þetta er ekki gert er hætta á að vatnið valdi skemmdum á gluggum, gólfefnum og málningu.

Svalalokanir á svölum íbúða eru ekki 100% vatns- og vindheldar og gæti við vissar veður aðstæður komið vatnstaumur með gleri.

Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu, gifsi og timbri. Gera má ráð fyrir því að kaupandi þurfi að endurmála íbúð eftir nokkurn tíma þegar byggingin, þ.e. það byggingarefni sem í henni er, hefur náð stöðugu ástandi. Allar breytingar á íbúðinni sjálfri og einstaka hlutum hennar að ósk kaupanda geta haft áhrif á afhendingartíma og leitt til kostnaðarauka en aldrei til lækkunar.

Íbúðir afhendast hreinar. Seljandi mun ásamt íbúðarkaupanda yfirfara íbúð við afhendingu. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós við afhendingu skal seljandi lagfæra galla eins fljótt og auðið er.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar endanlegt brunabótamat er komið á eignina.